Síðastliðinn Miðvikudag klukkan 12 á hádegi fæddist mitt þriðja barn og það enginn smásmíð eins og venjulega. Hann var tæp 4 1/2 kíló og rúmlega hálfur metri á lengd. Hann er alveg frábær svo ekki sé meira sagt.
Alexander og Dísa fengu að kíkja í heimsókn í gær og leist bara vel á. Dísa hafði áhyggjur af því hvar hann ætti að sofa og hvort að mamma hafi fengið plástur á magann. Alexander getur varla beðið eftir að hjálpa til heima og þegar hann er búinn að læra að lesa þá getur hann lesið fyrir litla bróður á kvöldin. Sólrún er öll að hressast og er eins og venjulega algjör hetja.
Nú er næsta mál að finna nafn á drenginn og það er hreint út sagt ekki auðvelt. Steini vinur stakk upp á nafninu Prímus og er það reyndar prýðilegt þar sem að kennitala barnsins er 070503 ... eða prímtölur. Ekki hefur þetta mælst allstaðar vel fyrir.
Tillögur eru vel þegnar í ats1971@mi.is.
Við erum verulega ánægð með piltinn og reyndar er þessu ekki auðveldlega líst með orðum.
Ég gaf Sólrúnu stafræna myndavél og erum við núna búin að taka um 100 myndir á síðustu dögum. Maður hefði átt að kaupa svona grip miklu fyrr.
Á morgun eru kosningar og ég er enn ekki búinn að ákveða hvað skal kjósa. Reyndar er ég búinn að útiloka þrjá flokka, Frjálslynda, Sjálfstæðisflokk og Nýtt Afl eða flokkur fallista. Frjálslynda er ekki hægt að kjósa af þeirri einföldu ástæðu að fulltrúar flokksins eru ekki sannfærandi á neinn hátt. Einnig er kapp svo mikið að þeir hlusta ekki á rök annarra. Sjálfstæðisflokkinn er bara ekki hægt að kjósa heldur þrátt fyrir þokkalega efnahagsstjórn en sú stjórn hefur einkennsta af valdahroka gagnvart þeim sem ekki hafa öflugan málsvara eins og t.d. öryrkja og heilbrigðiskerfið. Ástæðan fyrir því að maður kýs ekki Nýtt afl er einfalt. Þetta er ekkert nýtt.
Þá eru eftir Samfylking, Vinstri grænir og Framsókn. Ég er og verð í vafa til morguns og mun líklega láta Alexander teikna á kjörseðilinn og láta penna ráða kjöri.
Nú er best að skella sér í bólið með börnin. Við ætlum að glápa á teiknimynd um Camelot og Artúr konung áður en við förum að sofa.
kveðja,
Arnar
Alexander og Dísa fengu að kíkja í heimsókn í gær og leist bara vel á. Dísa hafði áhyggjur af því hvar hann ætti að sofa og hvort að mamma hafi fengið plástur á magann. Alexander getur varla beðið eftir að hjálpa til heima og þegar hann er búinn að læra að lesa þá getur hann lesið fyrir litla bróður á kvöldin. Sólrún er öll að hressast og er eins og venjulega algjör hetja.
Nú er næsta mál að finna nafn á drenginn og það er hreint út sagt ekki auðvelt. Steini vinur stakk upp á nafninu Prímus og er það reyndar prýðilegt þar sem að kennitala barnsins er 070503 ... eða prímtölur. Ekki hefur þetta mælst allstaðar vel fyrir.
Tillögur eru vel þegnar í ats1971@mi.is.
Við erum verulega ánægð með piltinn og reyndar er þessu ekki auðveldlega líst með orðum.
Ég gaf Sólrúnu stafræna myndavél og erum við núna búin að taka um 100 myndir á síðustu dögum. Maður hefði átt að kaupa svona grip miklu fyrr.
Á morgun eru kosningar og ég er enn ekki búinn að ákveða hvað skal kjósa. Reyndar er ég búinn að útiloka þrjá flokka, Frjálslynda, Sjálfstæðisflokk og Nýtt Afl eða flokkur fallista. Frjálslynda er ekki hægt að kjósa af þeirri einföldu ástæðu að fulltrúar flokksins eru ekki sannfærandi á neinn hátt. Einnig er kapp svo mikið að þeir hlusta ekki á rök annarra. Sjálfstæðisflokkinn er bara ekki hægt að kjósa heldur þrátt fyrir þokkalega efnahagsstjórn en sú stjórn hefur einkennsta af valdahroka gagnvart þeim sem ekki hafa öflugan málsvara eins og t.d. öryrkja og heilbrigðiskerfið. Ástæðan fyrir því að maður kýs ekki Nýtt afl er einfalt. Þetta er ekkert nýtt.
Þá eru eftir Samfylking, Vinstri grænir og Framsókn. Ég er og verð í vafa til morguns og mun líklega láta Alexander teikna á kjörseðilinn og láta penna ráða kjöri.
Nú er best að skella sér í bólið með börnin. Við ætlum að glápa á teiknimynd um Camelot og Artúr konung áður en við förum að sofa.
kveðja,
Arnar
Ummæli